
Jarðhæð: Leiðsögn listamanns, sunnudag 11.11. í Hafnarhúsi
Jarðhæð: Leiðsögn listamanns
Sunnudag 11. nóvember kl. 15.00 í Hafnarhúsi
Leiðsögn Ingólfs Arnarssonar myndlistarmanns um sýninguna Jarðhæð.
Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi allt frá því að hann lauk listnámi í Hollandi snemma á níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Hann hefur jafnframt unnið verk á steinsteypu þar sem þyngd iðnaðarframleiddra eininga myndar undirlag næmra litatóna.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.