Mynd2

Jafnvægi // Adjustment – Þórdís Erla Zoëga sýnir í MINØR

Föstudaginn 7.júlí opnar sýningin JAFNVÆGI eftir Þórdísi Erlu Zoëga í viðburðarsal Minör, Fiskislóð 57, 101 Reykjavík.

Allir eru velkomnir á opnunina sem hefst kl 17 og stendur fram á kvöld. Sýningin stendur í Minör frá 7.-9. júlí en verður svo færð yfir á veitingastaðinn Coocoo´s nest þar sem hægt verður að verður að virða verkin fyrir sér yfir góðri máltíð.

Léttar veigar verða í boði á opnun.

////////////////////////////////

Þetta er fyrsta málverkasýning Þórdísar en hún hefur unnið mestmegnis í teikningum og innsetningum. Verkin eru unnin út frá symmetríu og að reyna að finna jafnvægi á fletinum. Verkin eru ekki ákveðin fyrirfram og unnin með aðferðinni ,,eitt leiðir að öðru” þar sem að fylgja þarf eftir hverri ákvörðun sem er tekin á striganum. Því þó hver mynd virki symmetrísk yfir heildina má sjá “villur” sums staðar og að jafnvægið er aldrei alveg fullkomið.
Málverkin eru staðsett hringinn í kring um stóra Dansmottu sem er gerð í sama anda og málverkin.

////////////////////////////////

Þórdís Erla Zoëga er fædd 1988 og er búsett á Íslandi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Einnig kláraði hún Diplómu í Vefþróun vorið 2017.
Hún hefur sýnt víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi.
Á Íslandi hefur hún gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Einnig var hún meðlimur í listahópnum Kunstschlager og hélt uppi víðtækri sýningardagskrá með þeim í Kunstschlager Stofu Hafnarhússins.

Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru mikið spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.

www.thordiz.net

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com