
Jaðarland / Borderland – ARKIR sýna í Bandaríkjunum
Yfirstandandi er í sýning á bókverkum listahópsins ARKA í Kate Cheyney Chappell Center for Book Arts í Portland, Maine. Í lok janúar opnaði þar sýningin BORDERLAND: Contemporary Icelandic Book Artists and Bookbinders, en verk á sýningunni eiga Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét Tryggvadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir auk bókbindaranna Ragnars Gylfa Einarssonar og Guðlaugar Friðriksdóttur. Sýningarstjóri er Rebecca Goodale en hún fjallaði einnig um verkin á opnum fyrirlestri í febrúar. Sýningin stendur til 30. apríl.