
Íslenskir málarar í Oberstdorf
Fjórir málarar úr ARTgallery GÁTT sýna nú í Galerie Oberstdorf, im Trettachhäusle í Þýskalandi. Þetta eru þau Helga Ástvaldsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Gigor og Jóhanna V Þórhallsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem að sýning kemur frá Íslandi til Oberstdorf sem er í Bæjaralandi í Ölpunum. Mikil umfjöllun hefur verið í fréttablöðum staðarins um sýninguna og verður opnun á fimmtudaginn 26. april og stendur yfir til 6.maí