Íslensk Grafík.

Íslensk Grafík: 2ja daga námskeið – Hvað er grafík?

7.– 8. september 2019, 10:00 – 17:30
Kennari: Valgerður Hauksdóttir
Verð: 50.000 allt efni innifalið
Þátttakendur: 4-8
Skráning: valgerdur@hauksdottir.is

Langar þig til að kynnast því hvernig grafíkverk verða til?

Á þessu helgarnámskeiði verður farið yfir helstu þætti grafíkur, hvað er listgrafík og hverjar eru hinar ólíku grafíkaðferðir. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast miðlinum í gegnum einfaldar þrykkaðferðir svo sem einþrykk, þurrnál og tréristu.

Á námskeiðinu er lögð sérstök áhersla á að nýta eingöngu umhverfis- og heilsuvænar aðferðir og efni.

Um er að ræða grunnnámskeið ætlað þeim sem ekki hafa áður unnið í grafík eða fyrir þá sem langar að rifja upp þekkingu sína. Námskeiðið nýtist vel sem grunnur að áframhaldandi námskeiðum í listgrafík.

Grunnmyndlistarefni er innifalið í gjaldi svo sem prentsverta, pappír, þrykkplötur og hreinsiefni. Nemendur geta keypt pappír o.fl til viðbótar á námskeiðinu. Listi yfir önnur nauðsynleg efni og áhöld verður sendur þátttakendum.

Valgerður Hauksdóttir er grafíklistamaður og framhalds-/háskólakennari í grafíklist. www.hauksdottir.is / www.via-art.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com