BEYOND HUMAN IMPULSES A3 Web

Íslendingar sýna í Aþenu: Ofar Mannlegum Hvötum / Beyond Human Impulses

Ofar Mannlegum Hvötum opnar þessa helgi:
13 – 14 – 15 Apríl !

Saman er kominn 18 manna hópur af listamönnum frá Íslandi, Grikklandi, Þýskalandi og Ameríku í Aþenu til þess að flytja lifandi verk.

Ofar Mannlegum Hvötum er gjörningavettvangur sem hafði bækistöð í MENGI í Reykjavík síðastliðin tvö ár eða frá ársbyrjun 2016 og fram á mitt ár 2017. Verkefnið einblínir á gjörninga og býður listamönnum að útfæra ný eða eldri verk sem rannsaka formið og samhengi þess við samtímann. Nú hafa Ofar Mannlegum Hvötum og A – DASH tekið höndum saman og bjóða upp á gjörningahátíð helgina 13 – 14 – 15 apríl 2018 í hjarta Aþenu. 18 listamenn frá Íslandi, Grikklandi, þýskalandi og Bandaríkjunum taka þátt í verkefninu. Sýningarteymið hefur valið Aþenu, borgina sjálfa sem sýningarvettvang verkefnisins og fengið að láni rými í hjarta borgarinnar, en rýmið er gömul pappírs verksmiðja sem löngu hefur verið hætt að nota. Verkefnið er í samstarfi við Cheapart og​ Athens Intersection. Rýmið er í eigu Hatzikonstas Foundation sem hefur nú gefið leyfi á að nota húsið með það fyrir stafni að byggja upp menningu og listir í miðbæ Aþenu.

Eins og nafn Ofar Mannlegra Hvata gefur til kynna hefur starfið talað inn í  það yfirskilvitlega,  það sem nær ofar okkar skilningi og getu. Oft er það eitthvað sem listamaðurinn „skilur“ á sýnum forsendum, eitthvað óljóst, tilfinning eða hugmynd sem hann opnar á fyrir áhorfendum. Endalaus löngun mannsins til þess að fullkomna sig fær hann oft til að leyna því sem hann vill laga en í gjörningunum kemur hann stundum upp um sig. Þar sem hann er dýr og maður er gjörningurinn fullkomið form til að tjá og láta reyna á þessi mörk hans. Þetta er ferðlag listamannsins og ferðin er innávið. Þegar hann ferðast finnur hann fyrir sér og uppgötvar sig á nýjan hátt. Það er oft sagt að besta leiðin til þess að kynnast manneskju sé að ferðast með henni. Verkefnið er því að bjóða listamönnum í ferðalag bæði í efnislegri og ó-efnislegri merkingu.

Sjá frekari upplýsingar og dagskrá hér

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com