Capture

ISLANDERS: Nýtt listagallerí opnar á vefnum, 9. desember

Nýtt listagallerí opnar á vefnum, 9. desember

Veftímaritið ISLANDERS, www.islanders.is kynnir til leiks nýstárlegt myndlistargallerí sem hefja mun starfsemi á næstu dögum. Tímaritið hefur verið starfrækt í tæpt ár og hefur vakið athygli fyrir vandaðar umfjallanir um margbreytileg og einstök íslensk heimili. Í ljósi þess hve góðar viðtökur tímaritið hefur fengið hefur verið ákveðið að stíga næsta skref og stofna vefgallerí, fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Opnunarsýning verður sett upp í merku húsi í sögu íslenskrar byggingarlistar, sem hannað var af Högnu Sigurðardóttur arkitekt. 
Á opnunarsýningu Islanders Gallery verða sýnd málverk eftir Kristinn Má Pálmason en einnig pappírsverk sem unnin eru sérstaklega fyrir galleríið í takmörkuðu upplagi. Sýningin ber heitið Go Pink Your Self. Í framhaldi af opnunarsýningu verður galleríið einungis aðgengilegt á ISLANDERS vefnum en aðrar sýningar eru síðan fyrirhugaðar.

Forsvarsmenn gallerísins eru Elísabet Alma Svendsen fyrrum gallerístýra í Hverfisgalleríi, Sigthora Óðins myndlistarmaður og Þórdís Erla Zoega myndlistarmaður.

Nánari upplýsingar veitir Sigthora Odins í síma : 895 5556
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com