Boðskort Steinunn Bergsteinsd Frá IFI

Ísland farsælda frón

Laugardaginn 23. júlí kl. 15 opnar Steinunn Bergsteinsdóttir einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna Þverholti 2, Mosfellsbæ.

Á sýningunni eru olíumálverk og mósaíkverk sem Steinunn hefur unnið á undanförnum árum.

 

Sýninguna kallar hún Ísland farsælda frón. Í verkunum má finna ýmis minni úr furðuveröld þjóðsagnanna í bland við landslags- og náttúrumyndir, sumar hverjar með pólitískum blæ.

 

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl. 12 – 18 virka daga og 13 – 17 á laugardögum.

Sýningunni lýkur 13. ágúst.

Aðgangur ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com