Gilfélagið.Deiglan

Ísak Lindi sýnir í Deiglunni

Ísak Lindi Aðalgeirsson er ungur Akureyskur abstrakt expressionisti. Hann mun halda sína fyrstu einkasýningu í Deiglunni, í tilefni af 20 ára afmæli sínu.

Ísak Lindi hefur fengist við ýmis form myndlistar en einbeitir sér nú að abstract málun með akrýl.
Hann hefur frá unga aldri ræktað listræna hæfileika sína, en formlegt listnám hefur hann stundað við Liceo Artistico Aldo Passoni í Torino á Ítalíu og við listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Sýningin verður opnuð formlega laugardaginn 5. september kl.14.00 og stendur yfir laugardag 5. og sunnudag 6. september.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 – 17:00 báða dagana.

Við sýnum tillitsemi, virðum tveggja metra regluna og förum að tilmælum almannavarna!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com