MG 9304 Edit 3

Internetið gert áþreifanlegt á listasýningu

Tvær myndlistarkonur sem útskrifuðust úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor opna myndlistarsýninguna 109 Cats in Sweaters í Ekkisens næsta föstudag kl. 20:00. Sýningin stendur opin til 7. maí.

Auður Lóa og Una sækja viðfangsefni sitt úr netheimum og fjalla meðal annars um gif hreyfimyndir, fyndna ketti og pinterest föndur á sýningunni. Hugmyndir frá internetinu eru handunnar og birtast okkur sem áþreifanlegir skúlptúrar, teikningar, hreyfilist og jafnvel matur.

Titill sýningarinnar vísar til dæmis í myndasafn af vefsíðunni buzzfeed.com sem nefnist 109 Cats in Sweaters.

Auður Lóa Guðnadóttir (f.1993) og Una Sigtryggsdóttir (f. 1990) útskrifuðust báðar frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands síðasta vor. Þær leigja saman stúdíó í Kópavogi en ,,109 kettir í peysum” er þeirra fyrsta samvinnuverkefni. Að sýningunni koma einnig Andrea Arnarsdóttir, sem opnar sýningu í Listamannakofanum samhliða, Starkaður Sigurðarson, sem sá um textagerð og sýningarskrá, og Berglind Erna Tryggvadóttir, sem annast tilfallandi glamúrstörf.

Sýningin verður opin til 7. maí og hér má skoða nánari dagskrá:

-lau. 30. apríl: 14­:00 – 16:00
-sun. 1. maí: 14:00 – 16:00
-mán. 2. maí: 16­:00 – 18:00
-þri. 3. maí: LOKAÐ
-mið. 4. maí: 16:00 – ­18:00
-fim. 5. maí: 16:00 – 18:00
-fös. 6. maí: 20­:00 – 22:00 SMÚÐÍKVÖLD
-lau. 7. maí: LOKAHÓF

Myndir: Auður Lóa Guðnadóttir til vinstri, Una Sigtryggsdóttir til hægri.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com