Myndlistarverðlaun

Innilega til hamingju Guðjón Ketilsson og Claire Paugam

Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar. Guðjón Ketilsson var þar valinn myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Teikn, í Listasafni Reykjanesbæjar.

mynd fengin af vef víkurfrétta (vf.is)

Claire Paugam hlaut hvatningarverðlaun ársins. Claire er franskur myndlistarmaður sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil. Hún lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole árið 2014 og meistaranámi við Listaháskóla Íslands 2016 og hefur síðan verið ákaflega virk í myndlistarumhverfinu, bæði á Íslandi og Frakklandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com