IngunnFjóla You Are The Input 1

Ingunn Fjóla sýnir í Galerie Herold, Bremen

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

You are the Input

13. september — 13. október 2019 

Opnun: 13. september, kl. 20
Lokahóf: 13. október, kl. 15

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sýnir nýja innsetningu You are the Input í Galerie Herold, Bremen. Verkið byggir á kerfisbundnu mynstri í rými sem gestir sýningarinnar geta raskað með snertingu sinni og nærveru. Með hreyfingu áhorfandans birtast ný og ný sjónarhorn, rammar snúast og kúlur á gólfinu færast úr stað. Næsta dag er öllu raðað aftur á sinn stað og þannig dvelur verkið í sífelldu flæði milli reiðu og óreiðu.   

Ingunn Fjóla explores the tension between order and disorder in a playful manner. The installation is first of all painterly, in the sense that a system of patterns can be painterly. Within this system is an immersive experience in which the visitor operates the shifting scene as they move about the space. The installation is meant to be disturbed, but the manner of this disruption is displayed in such a way that the polarity between acts of disruption and composition are brought into question. The visitor can move materials in the exhibition around so that the system can break, or form, depending on how you conceive of the continuum of order and disorder. Everything exists within a range of movement established by the input of the visitor. At the end of the day, the exhibition is reset to the original pattern so that the variability always begins from the same point zero the next day and so the installation continues to exist in a constant flux between order and disorder. 

Úrdráttur úr sýningartexta eftir Erin Honeycutt

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir útskrifaðist með M.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007, en hafði áður lokið B.A. gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum.

Ingunn Fjóla veltir fyrir sér stöðu málverksins í samtímanum ásamt hinu díalektíska sambandi milli listaverks, áhorfanda og þess rýmis sem verkin eru sýnd í. Verkin eru oftast bundin ákveðnu rými þar sem hún notar ýmsar aðferðir til að umbreyta rýminu, ýmist með því að þenja málverkið út í rýmið eða byggja þrívíðar innsetningar sem áhorfandinn gengur inn í. Undirliggjandi eru hugleiðingar um fagurfræðilega upplifun áhorfandans og líkamlega skynjun hans sem er virkjuð i gegnum hreyfingu. Í nýrri verkum Ingunnar hefur áherslan á áhorfandann þróast yfir í þátttöku eða gagnvirkni sem byggir á líkamlegu og leikrænu sambandi milli áhorfanda og verks.

Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Hafnarborg, Gallerí Ágúst og Cuxhavener Kunstverein, þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Prague Biennale, auk fjölda samsýninga innanlands og erlendis. Á ferli sínum hefur Ingunn Fjóla hlotið ýmsa styrki, starfslaun og viðurkenningar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com