Ingibjörg Magnadóttir sýnir í Gallerí Úthverfu

Laugardaginn 16. september 2017 opnaði  Ingibjörg Magnadóttir sýninguna ,,Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd“ í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.

Ingibjörg Magnadóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2000 og var einnig við nám í Kaupmannahöfn 1999. Hún lagði stund á sviðslistanám í Fredriksstað í Noregi 2001-2 og útskrifaðist með MA í ritlist frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum listsýningum og listviðburðum hér heima og erlendis undanfarin ár. Heimasíða: imagnadottir.com

Sýning Ingibjargar Magnadóttur í Gallerí Úthverfu opnar kl. 16 á laugardaginn og stendur til sunnudagsins 22. október.

Ingibjörg Magnadóttir:
Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd
16.9 – 22.10 2017

Myndirnar eru unnar á árinu 2017.
Aðferð: Burstað þurrpastel

I don’t have a clue. Ideas are simply starting points. I can rarely set them down as they come to my mind. As soon as I start to work, others well up in my pen. To know what you’re going to draw, you have to begin drawing…When I find myself facing a blank page, that’s always going through my head. What I capture in spite of myself interests me more than my own ideas.

Pablo Picasso

Myndlistin virkar bæði á sjónrænan og tilfinningalegan hátt og þegar best lætur er hún áreynslulaus. Hægt er að ímynda sér að verkin komi til listamannsins án erfiðis og það sé einmitt áreynsluleysið sem geri sum verk aðgengileg, aðlaðandi, nánast andleg. Rólegt yfirbragð þeirra getur minnt á hugsleiðslu, þau geta verið ljóðræ og ákaflega innileg. Stundum er myndlist í hinu minnsta og ómerkilega en tekst samt að miðla undrum veraldar. Myndlist getur verið hlutur eða ,,object‘‘ sem á sér enga fyrirmynd og hefur þar af leiðandi aldrei verið til í þessum heimi í því formi sem hann birtist.

Myndlistin fæst við tilkomumikil eða ,,sensational‘‘ áhrif sem skapast við samsetningu efna. Margir listamenn geta ekki séð eiginleika verksins fyrirfram. Stundum ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar þeir nálgast verkin sem áhorfandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com