Destinautus

Ina Otzko í Vasulka-stofu á Safnanótt klukkan 20:45.

Fyrsti listamaðurinn kemur í Vasulka-stofu

Á síðasta ári var auglýst eftir umsóknum listamanna um dvöl í Vasulka-stofu í samstarfi við SÍM. Margar mjög góðar umsóknir bárust og á endanum voru þrír listamenn valdir til dvalar 2017 og 2018. Fyrsti listamaðurinn er Ina Otzko frá Noregi. Hún verður með kynningu á verkum sínum fyrir framan Vasulka-stofu á Safnanótt kl. 20:45.

Ina Otzko (f. 1972) frá Norður-Noregi er með tvöfalda meistaragráðu í myndrænni miðlun og listum frá Goldsmith-háskólanum í London og að auki með meistaragráðu í hljóðtækni frá Listaháskólanum í Berlín. Hún tekur virkan þátt í starfi fjölda menningarstofnana í Noregi og öðrum löndum, bæði sem listamaður og sýningarstjóri. Í gjörningum sínum og ljósmynda-/ myndbandsverkum vinnur Otzko gjarna út frá líkamanum í persónulegu jafnt sem félagslegu samhengi. Mörg verka hennar hverfast um það hvernig ný rými koma í ljós eða skapast millum samfundar og átaka hins innra og hins ytra, þrár og tengsla, nándar og varnarleysis. Hún býr og starfar í Noregi og á Ítalíu.

Listamannadvölin er styrkt af Kultur Kontakt Nord. 

Samstarfsaðilar: SIM. 

http://www.listasafn.is/fraedsla/fraedsludagskra/nr/873

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com