YuiYaegashi

i8 Gallerý – Yui Yaegashi Sýningaropnun fimmtudaginn 24.október

Úr fjarlægð gæti virst sem Yui Yagashi geri smágerð og látlaus verk sem beri í sér þöglan einfaldleika. Nánari skoðun leiðir þó í ljós flókin mynstur og lög smáatriða. Einlitir fletir eru í raun flóknir vefir pensilfara, en í öðrum samsetningum má greina eldri bendingar faldar undir ákveðnum litastrokum sem hlaðið er hverjum ofan á aðrar. Hárfín notkun Yui á málningu og litavali skapar lifandi spennu á milli þess tilviljunarkennda og þess skipulagða, á milli nákvæmni og óvæntra tilbrigða við fegurð, sem fá áhorfandann til að skoða aftur, og aftur, enn nær.

Yui Yaegashi fæddist í Chiba í Japan og býr og starfar í Tókíó. Hún útskrifaðist með BA-gráðu frá málaradeild Zokei háskóla í Tókíó árið 2009, og hlaut MFA-gráðu frá lista- og hönnunardeild sama skóla árið 2011. Verk hennar hafa nýlega verið sýnd á sýningunni The way of painting í Listasafni Tókíóóperunnar, auk þess hafa verið einkasýningar á verkum hennar í galleríinu Misako & Rosen í Tókíó; Shane Campbell Gallery í Chicago og Midway Contemporary í Minneapolis.

Þetta er fyrsta sýning Yui Yaegashi í i8 gallerí.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com