Pureland2

i8 Gallery: Tært land/Pure land – Callum Innes

16. apríl – 29. maí 2021
CALLUM INNES
tært land
Verið velkomin á opnun sýningarinnar, föstudaginn 16. apríl kl 12-19.

Sýning Callum Innes tært land samanstendur af hópi fimmtíu vatnslitamynda sem í heild sinni eru eitt verk. tært land er sýnd sameiginlega í i8 og OSL contemporary; en þetta verður jafnframt þriðja einkasýning hans í hvoru galleríi fyrir sig. Sýningin í i8 stendur til 29. maí, en áður var sama sýning í Osló dagana 19. febrúar – 27. mars.

Vatnslitaverk hafa verið órjúfanlegur hluti af vinnu Callum undanfarna áratugi og nefnir hann skærleika litanna sem ástæðu þess að hann snýr alltaf aftur í þann miðil. Hann sneiðir hjá þeirri ónákvæmni og hraða sem menn tengja oft við vatnsliti og reiðir sig þess í stað á nákvæm og öguð vinnubrögð í málun til þess að geta sem best rannsakað möguleika lita og forma. Í verkunum á sýningunni gætir samhljóms milli einfaldleika og þess flókna, milli tilviljana og stjórnað ferlis, líkt og svo oft í verkum hans.

Við gerð vatnslitaverkanna þá afmarkar Callum ferhyrning á hvítri örk og ber á hann einn lit með breiðum pensli. Þegar sá litur er að þorna, þá bætir hann öðrum lit á þann fyrsta og í framhaldinu hefst ferli þar sem hann fjarlægir og bætir við lit í samsetninguna. Útkoman eru verk sem eru nær einlit, en þó gætir ákveðins litaskala í blæbrigðum litarins og þar sem enn má merkja pensilför listamannsins. Breiðar rendur á jaðri flatarins sem sýna litina tvo sem Innes hefur valið í verkið og gefur innsýn í umbreytinguna sem varð við það að lit var bætt við eða úr honum dregið.

Callum Innes gerði fimmtíu vatnslitaverk á vinnustofu sinni í Osló en hann hefur unnið þar frá því snemma árs 2020. Þetta er í annað sinn á ferli hans sem hópur vatnslitamynda mynda eitt heilt verk. Þegar litið er á heildina þá kemur glögglega fram tilbrigði í samsetningum sem sýna hversu margslungið og djúpt ferli þar liggur að baki. Hin hárfína mýkt sem hægt er að ná fram með þessum miðli, eins og t.d. hvernig liturinn fjarar út á brúnum verksins og hvernig einn litur er hjúpaður öðrum, hvetur áhorfandann til þess að staldra við og skoða nánar, og nákvæm rannsókn listamannsins á blæbrigðum ljóss og skugga verður sérlega áhrifamikil þegar unnt er að upplifa það í gegnum fjölda mynda samtímis. Í febrúar kom út bókin tært land í tilefni af sýningunum tveimur. Í bókinni eru vatnslitamyndirnar fimmtíu saman komnar en auk þess nýtt ljóð eftir skáldið Thomas A. Clark sem samið er undir hughrifum af verkum Callum Innes.
Callum Innes (fæddur 1962 í Edinborg) er einn mikilvægasti abstraktmálari sinnar kynslóðar. Verk hans má finna í opinberum söfnum um allan heim svo sem í Albright-Knox Art Gallery í Buffalo; Art Gallery of Ontario í Toronto; Centre Pompidou í París, Listasafni Deutsche Bank í Frankfurt; Kunstmuseum Bern; The Modern Art Museum í Fort Worth; The National Gallery of Australia í Canberra; National Galleries of Scotland í Edinborg; San Francisco Museum of Moden Art; The Solomon R. Guggenheim Museum í New York og Tate Modern í Lundúnum. Meðal nýlegra safnsýninga sem vakið hafa athygli gagnrýnenda má nefna In Position í Château La Coste í Aix-en-Provence (2018); I‘ll Close My Eyes í De Pont Museum í Tilburg (2016); Callum Innes: Recent Work í National Galleries of Scotland í Edinborg (2010) og From Memory, sem var farandsýning um Evrópu og Ástralíu (2008-2009). Callum Innes býr og starfar bæði í Edinborg og Osló.
Frekari upplýsingar um Callum Innes veitir Þorlákur Einarsson: thorlakur@i8.is

//English

16 April – 29 May 2021

CALLUM INNES
 a pure land
i8 Gallery and OSL contemporary are pleased to announce a pure land, a solo exhibition by Callum Innes. The show comprises a group of fifty watercolours constituting a single, major work by the artist. a pure land is presented collaboratively by i8 and OSL; this marks the artist’s third show with each gallery. The exhibition is on view 16 April to 29 May at i8 in Reykjavík, after having been presented at OSL in Oslo in February and March.

Watercolour has been an integral part of Innes’s practice for several decades, and the artist cites its luminosity as the reason he continually returns to the medium. Innes eschews the looseness and quickness often inherent to watercolour, instead relying on his methodic style of painting to explore the possibilities of colour and form. As is common for the artist, these works possess a harmony between simplicity and complexity, as well as control and chance.

In creating the watercolours, Innes delineates a rectangular area on white paper and applies a single colour using a wide brush. As that dries, he adds a second colour over the first, then begins a process of removing and applying pigment from the composition. The resulting work is largely monochromatic, yet there are subtle gradations between the hues and remnants of the artist’s brushstrokes. Bold, off-register edges reveal the original two colours Innes used and offer a glimpse into the transformation as pigment was added and subtracted.

Innes made these fifty watercolours in his Oslo studio, where he has been working since early 2020, and this is the second-ever group to be designated as a single work. When viewed collectively, the variations in combinations highlight the complexity and depth of exploration within the series. The delicate subtleties possible with this medium, such as bleeding edges and veiled colours, invite intimate viewing, and the artist’s rigorous study of light and colour is particularly powerful when experienced en masse. A publication, also titled a pure land, was published in February in conjunction with the exhibitions. The book includes reproductions of the fifty watercolours, and features a new poem by Thomas A. Clark, which was written in response to Innes’s works.
Callum Innes (born 1962, Edinburgh) is among the most significant abstract painters of his generation. His work can be found in major public collections worldwide, including that of The Albright- Knox Art Gallery, Buffalo; Art Gallery of Ontario, Toronto; Centre Pompidou, Paris; Deutsche Bank Art Collection, Frankfurt; Kunstmuseum Bern; The Modern Art Museum, Fort Worth; The National Gallery of Australia, Canberra; National Galleries of Scotland, Edinburgh; San Francisco Museum of Modern Art; The Solomon R. Guggenheim Museum, New York; and Tate Modern, London. Recent critically acclaimed museum exhibitions include In Position at Château La Coste in Aix-en-Provence (2018); I’ll Close My Eyes at De Pont Museum in Tilburg (2016); Callum Innes at the Whitworth Art Gallery in Manchester (2013); Callum Innes: Recent Work at the National Galleries of Scotland in Edinburgh (2010); and From Memory, which travelled throughout Europe and Australia (2008-09). Callum Innes lives and works between Edinburgh and Oslo.
For further information about Callum Innes, please contact Geneva Viralam at geneva@i8.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com