Vildeblom 1

HVOLFSPEGILL: Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

(english below)

HVOLFSPEGILL

Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og MA myndlistarnema Listaháskóla Íslands og MA nema Háskóla Íslands í listfræði.

Verkefnið felur í sér að meistaranemar við myndlistardeild Listaháskólans vinna verk til sýningar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar undir sýningarstjórn meistaranema Háskóla Íslands í listfræði. Titill sýningarinnar er HVOLFSPEGILL / UPSIDEDOME og er þemað hannað til þess að koma ellefu listnemum fyrir í rýminu sem Sigurjón vann verk sín og þar sem sýning verka hans stendur nú þegar yfir. Unnið er með samhengi safnsins og núverandi sýningu Samskeytingar. Listaverk, vinnuferill og aðferðir Sigurjóns Ólafssonar við myndlistarsköpun sína ásamt safnbyggingunni, sögu þess og umhverfi munu móta aðkomu nemenda að listaverkum sem sýnd verða samhliða verkum Sigurjóns Ólafssonar. Verkefnið er unnið undir stjórn Bryndísar Snæbjörnsdóttir prófessors við Myndlistardeild LHÍ og Hlyns Helgasonar lektors í Listfræðideild HÍ.

Sýningin stendur frá 2. desember til 11. desember. Opið er á safninu: 2, 3, 9, 10 og 11 desember frá 14.00 – 17.00.

Velkomin á opnun fimmtudaginn 1. desember 16:30 – 19:00

Mynd: Vilde Løwenborg Blom


UPSIDEDOME

An exhibition in the Sigurjón Ólafsson Museum

A collaboration between the National Gallery of Iceland, Sigurjón Ólafsson Museum and MA students in Fine Art at the Icelandic Academy of the Arts and Art History & Theory at the University of Iceland.

The project enables MA students in Fine Art at the Icelandic Academy of Art to make an artwork to be exhibited in the Sigurjón Ólafsson Museum in collaboration with student curators at the department of Art History & Theory at the University of Iceland. The title of the exhibition is HVOLFSPEGILL / UPSIDEDOME and the theme is designed to include eleven artists into the space where Sigurjón Ólafsson worked and where his works are now on display. The focus is the context of the museum and the current exhibition Assemblage. The artworks, working process and methods of Sigurjón Ólafsson together with the museum architecture, its history and environment will direct the students approach to artworks that will be exhibited together with those of Sigurjón Ólafsson. The project is directed by Bryndís Snæbjörnsdóttir Professor in Fine Art at the Icelandic Art Academy and Hlynur Helgason Lecturer in Art History and Theory at the University of Iceland.

The exhibition is open from 2nd to 11th of December.

Opening hours of the museum: 2, 3, 9, 10 and 11th of December from 14.00 – 17.00.

 

Welcome to an opening Thursday 1st of December 16:30 – 19:00

 

Image: Vilde Løwenborg Blom

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com