Hvernig Gengur Filmcatastrophe1.tiff Copie

“hvernig hefurðu það? Eftir Godard í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 15.júní

Listamenn: ERIC BAUDELAIRE -LOUIDGI BELTRAME – SAFIA BENHAÏM – WANG BING – NICOLAS BOONE – JEAN- LUC GODARD – PAUL GRIVAS – PARFAIT KABORÉ – LAMINE AMMAR KHODJA – LECH KOWALSKI – ALLAN SEKULA – MARIE VOIGNIER

Hvernig hefurðu það? – Comment ça va? Eftir Godard

Sýningarverkefnið Comment ça va? D’après Godard dregur nafn sitt af samnefndri kvikmynd eftir Jean-Luc Godard frá 1976 („Hvernig hefurðu það?“). Lögð er áhersla á að sýna tímalausar heimilda- og upplýsingamyndir; myndir sem nálgast kjarna sannleikans og raunveruleikann eins og verkfæri og efniðvið til að ryðja með braut og takast á hendur ferðalag um flókið pólitískt landslag. Allar kvikmyndirnar á sýningunni setja efnið fram sem einskonar meta-ritgerð um samskiptaferli.  

Comment ça va? (1976, 70‘) er kvikmynd með yfirgripsmikilum menningarlegum vísunum. Í myndinni fylgist Jean-Luc Godard með samskiptum ritstjóra dagblaðs kommúnista og verklýðssamtaka og starfssystur hans, vinstri sinnaðs aðgerðarsinna, á meðan þau eru að klippa myndskeið fyrir stuttmynd um útgáfuferli dagblaðs. Kvikmyndin gerir stjórnmál og fjölmiðla að viðfangsefni með því að sýna starfsmennina búa til myndina. Comment ça va? er tekin upp á bæði filmu og myndband og fjallar á díalektískan hátt um vinnslu og dreifingu upplýsinga. Þetta er kvikmynd um það hvernig stórir fjölmiðlar breiða út hugmyndir.

Tvíeykið er ósammála um hvernig eigi að fara með upplýsingarnar. Ekki síst eru þau ósammála um hvernig eigi að nota tvær tilteknar ljósmyndir og skrifa við þær myndatexta. Fyrri ljósmyndin sýnir borgara og hermenn í átökum í Nellikubyltingunni í Portúgal, en hin síðari átök á milli verkfallsmanna og frönsku óeirðarlögreglunnar í mótmælum.

Kvikmyndinni tekst að ‚afhjúpa‘ flókna hugmyndafræðilega spennu og ágreining sem aðskilur franskar vinstrihreyfingar. Henni tekst einnig, með klippingu myndarinnar og tilfinningu fyrir hreyfingu, að kryfja hinar ýmsu víddir mælskulistarinnar sem eru að verki þegar skrifaðar eru fréttir.

Comment ça va? (Hvernig hefurðu það?) spyr einnig Comment ça va le cinema? (Hvernig hefur kvikmyndalistin það?). Með Comment ça va? Hvernig hefurðu það? vildi Godard ítreka fagurfræðilega stefnuskrá sína og hugsun um fjölmiðla og kvikmyndir.

Verkin á sýningunni Comment ça va? D’après Godard setja fram ákveðnar kenningar og sýna þversnið af ólíkum grunnhugmyndum sem eru innbyggðar í samtímalistina, hið listræna ferli og svigrúmið sem kvikmyndirnar hafa til að gera skil „sögum sem kalla á að vera sagðar“, svo vísað sé í setningu eftir heimspekinginn Paul Ricoeur úr Temps et Récit I (Tími og frásögn I). Þetta er samansafn af kvikmyndum sem byggja á meðvitaðri hugsun.

Kvikmyndasýning: um rótlaust ástand kvikmyndalistarinnar

Á meðal allra þeirra samhliða sagna sem hafa verið fléttaðar saman úr samtímalist og öðru útvíkkuðu sviði sköpunar, hefur gagnkvæmt samband kvikmynda og listar, sem setur fram greiningu á myndum og fjölmiðlum og gagnrýnir framsetningarmáta þeirra, leikið lykilhlutverk í mótun fagurfræði 20. aldar. Ákveðinn fjöldi samtímaverka á sviði vídeólistar, eða hreyfimynda, vísar meðvitað en á ólíkan hátt í kvikmyndir. Í þessum verkum eru settar fram tilgátur um framsetningarmáta sem Serge Toubiana hefur skilgreint sem hreyfingu. Hann segir: „kvikmyndin er hreyfing, hún er leið til að ganga við hlið raunveruleikans, skynja hann, fylgja eftir hreyfingum hans og merkja hann táknum.“ Jafnvel þótt samtímalistin hafi byrjað  samtalið á milli listar og kvikmynda, bendir sköpun ‚Óþekktra kvikmyndahluta‘ (Unidentified Filmed Objects eða annarskonar UFOs) til þess að kvikmyndirnar séu farnar að færast nær samtímlistinni.  

Á allra síðustu árum hafa gagnkvæm áhrif samtímalistar og heimildamynda reynst sérstaklega frjó. Þegar litið er á heimildir og skjöl sem viðfangsefni og aðferð mynda þau sjóndeildarhring byggðan á áþreifanlegum gögnum og ummerkjum um söguleg sannindi. Þetta á við um bæði listina og kvikmyndirnar.

Svið heimildamyndanna sýnir vinnuaðferðir sem listamenn og kvikmyndagerðarmenn eiga sameiginlegar – þeir klippa hluti úr filmunni saman á ólínulegan hátt, óháð hefðbundnum frásagnaraðferðum. Að þessu leyti er sambandið á milli heimildarmyndar og raunveruleika eða frásagnar alltaf gagnrýnið og margrætt. 

Sjóndeildarhringur samtímalistaverka eða kvikmynda – hvort sem hann er nálægur áhorfendum eða fjarlægur þeim – skapar sérstakan yfir-fagurfræðilegan ramma vegna þess að tilvist hins almenna eða heildarinnar hefur í langan tíma ekki verið talin skipta máli. Í staðinn hefur verið lögð áhersla á sjálfstæða tilvist gagnkvæmrar huglægni og persónulegt eignarnám á stórsögunni og sögum einstaklinga.

Hægt er að skilgreina eiginleika skjala sem gildi sem gerir á ný kröfu til huglægra viðhorfa og sögulegra sanninda. Kvikmyndin tekur þátt í að skilgreina ný skilyrði fyrir huglæg viðhorf, þegar hver sem er getur skrifað eigin ævisögu og krafist þess að endurheimta eigin samsemd í nánum tengslum við aðra.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com