Unknown.195730

Hverfisgallerí at Market Art Fair 2017 in Stockholm 24-26 March

Hverfisgallerí is one of 30 leading Nordic contemporary art galleries that take part in this year’s Market Art Fair in Stockholm and showcase the most interesting and intriguing art on the Nordic scene. The gallery will showcase two of its artists, Sigurdur Árni Sigurdsson and Gudjón Ketilsson.

We look forward to welcome you to our booth 5 at Färgfabriken

Market Art Fair is the leading Nordic fair for contemporary art and has become and important meeting place for collectors and art professionals. It was founded by a group of gallerists in 2006 and represents the leading galleries from Sweden, Norway, Denmark, Iceland and Finland.

Information on Hverfisgallerí’s artists at Market Art Fair:

Sigurður Árni Sigurðsson (b. 1963) completed his studies at the Institut des Hautes Études en Art Plastiques in Paris, France in 1991. His works have been the subject of over forty solo exhibitions and have been a part of numerable group shows. They can be seen in the collections of all the leading art museums in Iceland, as well as in various public and private collections throughout Europe.

Sigurdsson is a painter of shadows, pictorially representing shade cast by objects that are not represented. Yet his “hole” paintings, in which he leaves circles of exposed ground—holes that have their own painted shadows—reveal the true subject of Sigurdur’s work. In his words, he aims to “reach through the paint to the bare canvas beyond it, in effect to create a world in between the oil paint and the canvas.” Testing the relationship between subject and ground, and the figurative and the abstract, Sigurdur creates a sense of spatial uncertainty and calls forth the viewer’s imagination to determine what is seen and what is not.

Gudjon Ketilsson (b. 1956) lives and works in Reykjavik. He studied art at the Icelandic college of Art and Crafts 1974-1978 and graduated from Nova Scotia College of Art and Design in Canada in 1980. Ketilsson has held over thirty solo shows and participated in many group shows, in Iceland and in Europe, USA, China and Australia. His works belong to collections of all main art museums in Iceland, as well as in art museums abroad.

Ketilsson works mainly with drawing and sculpture. His study of the human condition is through its primary vehicle, the body. Through its absence, time, memory and history can be explored. Ketilsson is inspired by the body as portrayed in Renaissance painting, as well as in details of our everyday connection to our own bodies, from our clothing and hairdo´s, to shoes that change and adjust to the size, temperature and movement of the body.

//

Hverfisgallerí á Market Art Fair listamessunni í Stokkhólmi 24.-26. Mars

Hverfisgallerí verður með bás á Market listamessunni í Färgfabriken í Stokkhólmi þar sem helstu gallerí á Norðurlöndum sýna það sem er í deiglunni í norrænni samtímalist. Listmenn Hverfisgallerís á Market Art Fair eru að þessu sinni þeir Sigurður Árni Sigurðsson og Guðjón Ketilsson sem báðir hafa verið hjá Hverfisgalleríi frá upphafi.

Hverfisgallerí verður að finna á bás 5.

Market Art Fair var sett á fót árið 2006 og hefur fljótt orðið stærsta listamessan á Norðurlöndunum og skapar hún veigamikinn sess meðal kaupenda á samtímalist, listamanna og gallerista. Þúsundir manna heimsækja Market Art Fair þá daga sem hún stendur og taka þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem tengjast listamessunni.

Nánar um listamenn Hverfisgallerís:

Sigurður Árni Sigurðsson hefur starfað sem myndlistarmaður bæði í Reykjavík og í Frakklandi frá því að hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París árið 1991. Hann hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir Sigurð Árna er að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum víða í Evrópu. Sigurður Árni var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á Ítalíu árið 1999 og þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 var verk eftir Sigurð Árna valið sem táknmynd menningarársins.

Sigurður Árni er málari og vinnur með ljós og skugga, þ.e.a.s. myndgerða skugga af hlutum sem ekki eru til staðar í verkunum sjálfum. Markmið verkanna er að teygja sig í gegnum málninguna og skapa hugarheim milli hennar og strigans. Sigurður Árni gerir þannig atlögu að sambandinu milli hinu fígúratíva og hinu afstæða og fær áhorfandann til að hugsa um hvað sést berum augum og hvað ekki.

Guðjón Ketilsson býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá slík verk í Reykjavík og á Seyðisfirði.

Guðjón vinnur að mestu að gerð teikninga og skúlptúra. Í verkum hans er mannslíkaminn í forgrunni, nærvera hans eða fjarvera. Hann hefur og unnið mikið með hversdagsleg tengsl okkar við líkamann, allt frá fötunum sem við klæðumst, hárgreiðslum og skófatnaði, sem breytist og aðlagast stærð, lögun, hitastigi og hreyfingum líkamans. Guðjón hefur einnig unnið talsvert með framlengingu á líkamanum, svo sem verkfæri og sögu verkfæra sem heimild um ástand mannsins.

//

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com