LI 00459 1

„Hvað eru lykilverk?“ Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra í Listasafni Íslands – sunnudaginn 2. júlí kl. 14.

Hvað eru lykilverk? Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra um sýninguna Fjársjóður þjóðarí Listasafni Íslands 2. júlí kl. 14.

Oft er talað um lykilverk í listasögunni. En hvaða verk eru þetta? Eru lykilverk frábrugðin öðrum verkum listamanna? Verður verk lykilverk þegar það fer í safneign þjóðlistasafns eða hvað þarf svo verk geti talist lykilverk?

Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands ætlar að ganga um sýninguna Fjársjóður þjóðar sem geymir dýrmætar perlur úr safneign Listasafns Íslands, sunnudaginn 2. júlí kl. 14 og ræða um örfá lykilverk.

Allir velkomnir.

Nánar um sýninguna Fjársjóður þjóðar

Mynd með frétt:

Kristín Jónsdóttir (1888-1959), Við þvottalaugarnar, 1931.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com