17888540 1449065181780811 1827505160 N

Hús til leigu á Suðureyri

“Ég er með húsið mitt til leigu á Suðureyri v/ Súgandafjörð og vantar trausta/n og góða/n leigjanda/leigendur í það. Ég leigi húsið með húsgögnum og öllum húsbúnaði, sængur og koddar eru líka til staðar. Datt í hug að það gæti mögulega hentað SÍMfélögum í lengri eða skemri tíma. Ég skoða allt.

Húsið er byggt að hluta 1911 og seinna bætt við það, er í fínu standi, ósköp hlýlegt og ömmubragur á því.  2 herbergi, (svefnpláss fyrir 4-5) stofa, eldhús og baðherbergi með baðkari. Því fylgir stór og fallegur garður þar sem yndislegt er að sitja á góðviðrisdögum.

Ég hef áhuga á að leigja það til lengri tíma, eða mánuð, viku eða skemur í senn.

Verðið  fer eftir lengd dvalar, sólahringurinn 5000 kr á mann og annað samningsatriði.

Það tekur sirka 6 1/2-7 klst að keyra frá Reykjavík til Súgandafjarðar ef farið er yfir Bröttubrekku og Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og niður í  Ísafjarðardjúp, átakanlega falleg leið svo það þarf að gera ráð fyrir mörgum stoppum og getur því ferðin tekið lengri tíma 😊

Á Suðureyri er 1 búð, opin á virkum dögum, annars er hægt að sækja alla þjónustu til Ísafjarðar og tekur sirka 15- 20 mín að keyra þangað frá Suðureyri. Frábær útisundlaug er á Suðureyri sem óhætt er að mæla með.

Það má hafa samband við mig í síma 868-1207 eða í e-mailið karladogg@hotmail.com

Með vinsemd

Karla Dögg”

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com