Hus I Myndlist 620

Hús í myndlist / Skissum saman

Laugardaginn 25. mars milli kl. 12 og 16 eru allir velkomnir í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni 19 að skoða sýningu og skissa saman hús og annað sem ímyndunaraflið laðar fram undir styrkri stjórn skemmtilegra hönnuða. Skissugögn á staðnum og léttar veitingar.

Samtímis þessum viðburði opnar í höfuðstöðvunum sýningin Hús í myndlist á verkum myndlistamanna sem á einn eða annan hátt vinna með arkitektúr, hvort sem er í gegnum ljósmyndir, skúlptúra, teikningar eða málverk á striga. Þetta er ferðalag um ólíka króka og kima húsagerðarlistarinnar, með nýjum og óvæntum sjónarhornum. Tuttugu listamenn eiga verk á sýningunni og eru verkin frá árinu 1890 til dagsins í dag.

Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Barbara Árnason / Birgir Andrésson / Claudia Hausfeld / Daníel Björnsson / Daníel Þ. Magnússon / Egill Sæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Guðjón Ketilsson / Haraldur Jónsson / Hrafnkell Sigurðsson / Hreinn Friðfinnsson / Jóhannes S. Kjarval / Katrín Sigurðardóttir / Nína Tryggvadóttir / Ólafur Elíasson / Snorri Arinbjarnar / Sólveig Aðalsteinsdóttir / Þórarinn B Þorláksson / Þorbjörg Höskuldsdóttir / Þórður Ben Sveinsson.

Skissum saman og sýningin Hús í myndlist eru hluti af dagskrá HönnunarMars en Arion banki er einn helsti samstarfsaðili hátíðarinnar.

Laugardagur til lista.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com