Sekcje Filmowe Ang 02

Hulda Rós Guðnadóttir tilnefnd til verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Varsjá

Verið velkomin á sýningu á Keep Frozen í Kinoteka kvikmyndahúsinu í miðborg Varsjá í vikunni. Sýningarnar eru hluti af Kvikmyndahátíðinni í Varsjá en myndin er tilnefnd til verðlauna fyrir bestu heimildarmyndina á hátíðinni. Keppir hún við 15 myndir sem valdar voru úr þúsundir mynda alls staðar að úr heiminum.

Sýningar eru í aðalsal kvikmyndahússins sem tekur 318 manns í sæti. Austur-Evrópufrumsýning er klukkan 12:00 þriðjudaginn 11. október en myndin er svo sýnd að viðstöddum leikstjóranum Huldu Rósar fimmtudaginn 13. október klukkan 18:30, föstudaginn 14. október klukkan 21:00 og laugardaginn 15. október klukkan 16:00. Hulda Rós mun kynna myndina og svara spurningum á eftir.

Myndin er hluti af stærri listrannsóknarefni Huldu Rósar en áður hefur verið gefin út bókin Keep Frozen: Art-practice-as-research. The Artist´s View sem fáanleg er í Mengi í Reykjavík og víða í listabókabúðum um Evrópu.  Einnig hafa verið haldnar einkasýningar unnar í blandaða miðla sem hluti af rannsókn. Sú fyrsta var haldin í De-Construkt, New York árið 2013, önnur var haldin í Þoku sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014, sú þriðja var haldin í Kunstkraftwerk í Leipzig í janúar 2016 og sú fjórða í Listasafni ASI í febrúar á þessu ári. Alþjóðleg ráðstefna var haldin í tengslum við verkefnið í Kunstkraftwerk í janúar og í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi í febrúar.

Hátíðin sem opnaði á föstudaginn er talin í röð bestu kvikmyndahátíða í heiminum eða svokallaðra A-hátíða ásamt Cannes og Feneyjarhátíðinni. Heimasíða hátíðarinnar: www.wff.pl

Hulda Rós Guðnadóttir er myndlistarkona sem búsett er í Berlín í Þýskalandi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og og hlotið ýmis konar viðurkenningar. Nánar um verk Hulda Rósar er að finna á heimasíðu hennar www.huldarosgudnadottir.is og á facebook síðunni www.facebook.com/gudnadottirworks

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com