Image

Hulda Rós Guðnadóttir frumsýnir nýtt vídeóverk í Savvy Contemporary í Berlín

Laugardaginn 9. nóvember mun nýtt 25 mínútna vídeóverk ‘Ocean Glory’ eftir Huldu Rós Guðnadóttur verða frumsýnt í Savvy Contemporary í Berlín. Frumsýningin er hluti af gjörninga- og umræðudagskrá sem haldin
verður þann dag og er hluti af sýningunni ‘The Long Term You Cannot Afford’ í sýningarstjórn Antonia Alampi.

Antonia Alampi er ítalskur sýningarstjóri og einn af þrem listrænum stjórnendum Savvy Contemporary í Berlín. Verkið ‘Ocean Glory’ hefur verið þróað í samstarfi við danshöfundinn Margréti Söru Guðjónsdóttur og
raftónskáldið Guðnýju Guðmundsdóttir sem jafnframt er þekkt sem listrænn stjórnandi Cycle Music and Art Festival. Það byggir á nýju listrænu rannsóknarverkefni Huldu Rósar S-I-L-I-C-A en annað verk úr því er einnig til sýnis á samnorrænni sýningu í Norræna Sendiráðinu í Berlín um þessar mundir.

Sýningarstjórinn Antonia Alampi segir í texta um dagskrána: Dagskrá sem er opin almenningi og tekur á umhverfislegu ranglæti í gegnum linsu hins eitraða og þeirri mismunun sem á sér stað í kringum framleiðslu þess og dreifingu og á sér djúpar rætur í mynstri sögunnar. Dagskráin er ákall sem samanstendur af röð gjörninga, kvikmyndasýninga, fyrirlestra, umræðna, vinnustofa og hljóðívilnanna þar sem listamenn, rithöfundar, fræðimenn, aðgerðasinnar, kvikmynda- og tónlistarfólk kemur saman.

Hægt er að lesa meira um atburðinn á ensku hér.

Heildardagskráin er í tvo daga 8. og 9. nóvember. Listamenn og þátttakendur eru: Edna Bonhomme, BPoC Environmental and Climate Justice Collective (Imeh Ituen og Rebecca Abena Kennedy-Asante), Yolanda Ariadne Collins, Center for Intersectional Justice (Emilia Zenzile Roig), Discard Studies (Alex Zahara og Josh Lepawsky), Angela Flournoy, Pujita Guha og Abhijan Toto (The Forest Curriculum), Hazardous Travels (Ayushi Dhawan, Maximilian Feichtner og Simone Müller), Hyoung-min Kim og Gabriel Galindez Cruz, Jessika Khazrik, Laboratory for Aesthetics and Ecology (Ida Bencke), Liping Ting, Mother The Verb (Ivan “Ivy” Monteiro), Maria O’Latedjou, Raqs Media Collective (Shuddhabrata Sengupta), Hulda Rós Gudnadóttir, Matana Roberts, Tomas Saraceno og the Aerocene Foundation, Alexis Shotwell, Stephan R. Tierbach, Françoise Vergès, Wearebornfree Eradio Empowerment Radio (Moro Yapha), XR Extinction Rebellion (Kate Sagovsky), og fleiri.

Sýningin THE LONG TERM YOU CANNOT AFFORD. ON THE DISTRIBUTION OF THE TOXIC er þriðji kaflinn af langtíma rannsóknarverkefni Savvy Contemporary THE INVENTION OF SCIENCE.

Sýningin stendur yfir til 1. desember og hægt er að lesa um hér.

Gerð verksins var studd af Myndlistarsjóði en sýningin sjálf er studd af Haupstadtkulturfond í Berlín.

Ókeypis aðgangur

Savvy Contemporary, Plantagenstraße 31 13447 Berlin
Dagskrá 9. nóv er í gömlu kapellunni í Silent Green Kulturquartier sem gengið er inn í frá Gerichtstraße 35

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com