HuldaHakon Ok 1

Hulda Hákon í Hallgrímskirkju

Hulda Hákon í Hallgrímskirkju, opnun 15. maí eftir messu.

Listvinafélag Hallgrímskirkju býður þér að vera við opnun sýningar á verkum Huldu Hákon í forkirkju Hallgrímskirkju á Hvítasunnudag 15. maí 2016 kl. 12.15.

Hulda sýnir lágmyndir undir nafninu Pétur, en að þessu sinni blandar hún saman minnum úr kristinni sögu og aðstæðum íslenskra sjómanna.

Heilagur Pétur tengist hafinu sterkum böndum, enda var hann fiskveiðimannssonurinn sem varð einn af lærisveinum Jesú, kletturinn sem Kristur sagðist myndi byggja kirkju sína á. Margir hafa samsamað sig Pétri í íslenskri kirkjumenningu gegnum aldirnar, enda var hann bláber alþýðumaður, breyskur og mannlegur. Myndmál sitt sækir Hulda til Vestmannaeyja og sjávarins kringum þær.

Sýningaropnunin verður strax eftir Hvítasunnumessuna, klukkan 12.15, og eru allir velkomnir. Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon opnar sýninguna og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin stendur til 28. ágúst.

Opnunin er hluti af hvítasunnuhátíðarhöldum í Hallgrímskirkju, en einnig verða á dagskrá þessa helgi spennandi orgeltónleikar Harðar Áskelssonar með hvítasunnutónlist (kl. 12 á laugardeginum) og a cappella tónleikar Mótettukórsins (kl. 17 á sunnudeginum). Sjá nánar á www.listvinafelag.is .

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com