HUGMYNDASAMKEPPNI UM GÆÐASTIMPIL SÍM

SÍM hefur ákveðið að standa fyrir samkeppni um merki/logo/gæðastimpil sem nota skal í viðurkenningarskyni til listasafna og menningarstofnana sem greiða listamönnum samvæmt Framlagssamningi SÍM.

Merkið er ætlað til birtingar á heimasíðu SÍM og á heimasíðu safna og menningarstofnana sem hljóta viðurkenningu SÍM. Merkið verður einnig að henta til prentunar í ýmsum stærðum, t.d. fyrir viðurkenningarskjöl.

Tillögum skal skila rafrænt fyrir 1. október 2017 á netfangið: ingibjorg@sim.is

Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina að upphæð kr. 300.000.-

Samið verður við vinningshafann um frekari útfærslu á merkinu.

SÍM áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Samkeppnin er öllum opin og eru félagsmenn hvattir til að senda inn tillögur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com