Húbert Nói Jóhannesson í Týsgalleríi – opnun í Týsgallerí 11.júni kl.17

English below

Verið velkomin á opnun í Týsgallerí.

Fimmtudaginn þann 11. júní, klukkan 17 opnar í Týsgallerí sýningin Innviðir með verkum Húberts Nóa Jóhannessonar. Sýningin stendur til 27. júní.

Húbert Nói hefur í höfundarverki sínu gaumgæft STAÐSETNINGAR og MINNI og lögmál þeim tengd, KYRRSTÖÐU og HREYFINGU.

Húbert Nói jóhannesson (1961) útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Verk eftir Húbert Nóa er að finna í öllum helstu söfnum landsins sem og í einkasöfnum viðsvegar um heim.

Opnunartími: Fimmtudaga til Sunnudags 13:00 – 17:00

Five o’clock next Thursday, the eleventh of June, the exhibition Within will be held by artist Húbert Nói Hóhannesson in Týsgallery. The exhibition is until June 27th.

Húbert Nói Jóhannesson has in his works focused his attention towards LOCATIONS and MEMORY and related elements of MOVEMENT and STILLNESS

Húbert Nói Jóhannesson (1961) Graduated from The Mixed Media Department of The Icelandic College of Art and Crafts 1987. Mr Jóhannesson has shown over 30 private exhibitions and taken part in numerous group exhibitions. His works can be found in all major Public collections in Iceland and various private collections on both sides of the Atlantic.

Open: Thursday – Saturday 1–5


Markmið gallerísins er að starfa náið með myndlistamönnum sem eru virkir á listasenunni á Íslandi en starfa jafnframt alþjóðlega. Talsvert úrval verka er til sýnis og sölu í galleríinu.

Týsgallerí tekur að sér að skipuleggja vinnustofuheimsóknir og tekur á móti einstaklingum og hópum sem hafa áhuga á að kynna sér myndlist sem fjárfestingarleið, eða bara fræðast um það sem er nýjast og ferskast í myndlist á Íslandi í dag. Auk þessa tökum við að okkur að setja upp sýningar á vinnustöðum og stofnunum.

Týsgata 3, 101 Rvk

Sími: +354-571 0380
tysgalleri@tysgalleri.is

www.tysgalleri.is

Týsgallerí er styrkt af Reykjavíkurborg

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com