Gallerý Göng

Hrönn Björnsdóttir opnar sýninguna Hlíðar, í Gallerí GÖNG/um

Hrönn Björnsdóttir opnar sýninguna Hlíðar, í Gallerí GÖNG/um, laugardaginn 3.október 14-17.

Sýnd verða ný abstrakt landslagsmálverk unnin í blandaðri tækni á striga og pappír.  Þetta er sjötta einka sýning Hrannar.

Hrönn Björnsdóttir (f. 1965 á Akureyri) lauk prófi í landslagsarkitektúr frá Universität Hannover í Þýskalandi árið 2001. Hún hefur stundað nám í Myndlistarskóla Kópavogs og sótt fjölmörg námskeið bæði erlendis og á Íslandi. Hrönn hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi, í Þýskalandi, Svíþjóð og USA. Aðalviðfangsefni list hennar er: leitin að innri kyrrð, sem hún vinnur með blandaðri tækni ýmist á við, pappír eða striga. Myndirnar á sýningunni er unnar á striga og pappír.

Hrönn Björnsdóttir

Sýningin er opin alla virka daga kl 10-16 og einnig á messutímum Háteigskirkju. Hún stendur til 3. nóvember 2020.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com