4b70a7750588dae6be22e62764f6184e 300×142

Hreyfiprentstofa – Hreyfanlegt prentverkstæði myndlistarmanna

4b70a7750588dae6be22e62764f6184e

 

Hópur listamanna ætlar að koma upp færanlegu prentverkstæði sem býður uppá djúpþrykk, tréristur, dúkristur o.fl. Um er að ræða nútímalega nálgun á hefðbundnar prentaðferðir sem veita listamanninum aukið frelsi með því að geta komið upp prentverkstæði á eigin vinnustofu. Stafrænt prent er í sífelldri þróun og hefur tekið yfir flesta þætti prentsins. Hlutverk listamanna er oft að kanna þessa tækni, kosti og galla nýrrar tækni andspænis hefðbundnari aðferðum. Færanlegt prentverkstæði gefur framsæknum listamönnum kost á að kanna miðil prentsins með hjálp nýrrar handhægrar prentpressu sem ferðast milli vinnustofa listamannana og gerir þeim kleift að innvæða grafíkaðferðir í listsköpun sína.

Það er löng prenthefð á Íslandi sem tengist bókmenntahefðinni, en allir tengjast listamennirnir einnig útgáfu á bókverkum. Prenthefðin, bókarformið og kostir þess eru eins mikilvægir þættir í verkefninu og tilrauna- og rannsóknarþáttur þess. Hópurinn hefur sérstakan áhuga á útbreiðslu prentsins og aðgengileika þess eins og sést á því hvernig verkefnið er fjármagnað; með sölu á ódýrum prentum sem ná til fleira fólks.

Allar frekari upplýsingar um verkefnið og hvernig hægt er að styrkja það má finna hér: https://www.karolinafund.com/project/view/916

 

86e4e83964b0ea7fd910ccde5bb0ddea

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com