Ransu

Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist – útgáfuhóf laugardaginn 14.desember

Kæru vinir í listinni.

Laugardaginn 14. desember er útgáfudagur á þriðju og nýjustu bók minni í ritröð með það að markmiði að efla þekkingu á listgildi samtímans.

Bókin ber heitið Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist og fjallar um formgerð sem er áberandi, jafnvel ríkjandi, í listum samtímans, en við stöndum í auknum mæli frammi fyrir þeirri undarlegu þversögn að laðast að listaverkum sem virka í senn óþægileg, andstyggileg og jafnvel ógnandi.

Í þessari bók skoða ég formfræðileg einkenni slíkra listaverka í tengslum við ótal kvikmyndaminni og kenningar um eðli hryllings.

Leiðarstef bókarinnar er málverkið Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch, en verkið snertir merkilega marga þætti hryllingsins, til dæmis skynvillur, blendingsform, formleysur, úrkast, óhugnaðarkennd og líkamshrylling

Bókin skiptist í 7 kafla, er 168 bls., 115×185 mm., og inniheldur 23 myndir af listaverkum, þar af eru 11 prentaðar í lit.

Ég mun fagna útgáfunni á laugardaginn frá 17.00 – 19.00 í sýningarrými Multis Project við Hjartatorgið, Laugavegi 19 (Torgið er á bak við Kaffibrennsluna).

Á útgáfufögnuði verður bókin seld á algeru útsöluverði, aðeins 2500 krónur, áður en hún fer í verslanir þar sem verðið hækkar til muna.

Mér þætti vænt um að sjá ykkur. Það verður léttvín, síter og sætindi á boðstólnum og ef stemmning er fyrir upplestri þá mun ég að sjálfsögðu lesa valið efni úr bókinni fyrir viðstadda.

Ransu

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com