Hreinn Friðfinnsson Og John Zurier

Hreinn Friðfinnsson og John Zurier

Við vorum einu sinni nágrannar/Once we were next-door neighbors

Laugardaginn 21. maí kl. 17:00, verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum listamannanna Hreins Friðfinnssonar og John Zurier.

Ljóðræna skynjunar, staðar, tíma og endurminninga skapa sameiginlegan, tilfinningalegan þráð milli umbreyttra fundinna hluta og innsetninga Hreins Friðfinnssonar og abstrakt málverka John Zurier.

Hreinn Friðfinnsson er fæddur í íslenskri sveit og er hugmyndafræðilegur listamaður. John Zurier er fæddur í Suður-Kaliforníu og er listmálari. Þó svo að þeir noti mismunandi aðferðir, tækni og nálgun er samhljómur í verkum þeirra; ljóðræn tilfinning og einfaldleiki tengir þá. Aðferðir þeirra eru knappar, afstaða þeirra til efnisins einkennist af innlifun og næmi fyrir því hvernig heiðarleiki gagnvart efninu afhjúpar á mótsagnakenndan hátt tilfinningu fyrir hverfulleika.

Verk Hreins Friðfinnssonar og John Zurier voru sýnd í aðliggjandi rýmum á þrítugasta tvíæringnum í Saõ Paulo. Þeir halda nú áfram þessum samræðum á Listahátíð í Reykjavík með verkum sem eru gerð sérstaklega fyrir sali Listasafns ASÍ.

Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2016.

Sýningin stendur til 30. júní og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com