Hrafna Harðard.

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona opnar sýninguna “HEIMSÓKN” í RÖSK RÝMI, í Listagilinu á Akureyri.

Sýninging verður opin laugardaginn 5.okt. og 6. okt. Kl.14-17.

Myndverk Hrefnu eru blanda af leirverkum og ljósmyndum en hún vinnur jöfnum höndum í báða listmiðlana og mun hún sýna saltkrukkur, ljósmyndir og myndbandsverk.

Sýningin stendur yfir helgina 5. og 6. október og er opin milli kl. 14 og 17 og verður Hrefna á staðnum til að spjalla um verkin.

Hrefna Harðardóttir (f. 1954) er stúdent af myndlistarbraut MA, lauk lokaprófi frá Leirlistadeild MHÍ 1995, B.Ed. frá listkennaradeild LHÍ 2007 og ljósmyndanámi frá NYIP 2018. Hún hefur sótt mörg námskeið/vinnustofur í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ungverjalandi, Danmörku, á Ítalíu og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um land og erlendis.

Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Myndlistafélaginu. Hrefna hefur verið tengd Listagilinu á Akureyri frá upphafi og tekið þátt í fjölmörgum viðburðum sem þar hafa farið fram.

Hrefna Harðardóttir (born 1954)finished her Fine Arts baccalaureate in Akureyri College, a BA in Ceramics from the Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík in 1995, a B.Ed. in Arts Education from the Iceland Academy of Arts in 2007 and finished Professional Photography from the New York Institute of Photography 2018.

She has participated in courses/workshops in ceramics, graphics and photography in Denmark, France, Italy, Hungary, England and USA, held solo-exhibitions and participated in many group exhibitions around Iceland, Europe and USA. She is a member of the Icelandic Artists Association.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com