HrafnkellSigurðsson

Hrafnkell Sigurðsson opnar sýninguna Stillingar í Einkasafninu

Sýning Hrafnkels Sigurðssonar, Stillingar, opnar í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 11.júlí kl. 14-17

Hrafnkell Sigurðsson

STILLINGAR

Hrafnkell Sigurðsson ( 1963 ) fæddist í Reykjavík og lærði þar myndlist. Hann hélt til framhaldsnáms í Maastricht og flutti síðan til London árið 1993. Þarr lauk hann MFA-gráðu við Goldsmith‘s College árið 2002. Árið 2007 hlaut Hrafnkell hin virtu Íslensku sjónlistarverðlaun. Hrafnkell hefur nýtt sér ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla á borð við myndbönd, skúlptúra og innsetningar. Mörg ljósmyndaverka Hrafnkels eru seríur sem fjalla um hversdagsleg málefni og hreyfa við skynjun áhorfandans með persónulegum tengingum. Tærar myndir hans fela í sér hefðir málaralistar og minna áhorfandann á hinn lagskipta raunveruleika bak við myndræna fleti.

Kveikjan að verkunum sem Hrafnkell sýnir í Einkasafninu varð til á staðnum og eru öll verkin unnin með efnivið úr nánasta umhverfi á tímabilinu 29.06. –  11.07.2020.

Hrafnkell Sigurðsson. Ljósmynd: Anna Maggý

Hrafnkell Sigurðsson ( 1963 ) was born in Reykjavík, where he commenced his studies before proceeding in Maastricht, before moving to London in 1993. He completed his MFA at Goldsmiths College in 2002 before returning to Reykjavík in 2004. Hrafnkell has exhibited worldwide, from Europe to East Asia, Tasmania to the Louvre, and he was granted the Icelandic Visual Art Award in 2007. Since 1990 photography has been Hrafnkell Sigurðsson’s principal means, although his oeuvre comprises a variety of other media, including video, sculpture and installation. From 1993 to 2004 Hrafnkell lived and worked in London, where the distance from the roots allowed him focus progressively on projects concerning Iceland and its landscape as an example of the North.

Broadly Hrafnkell’s art deals with the shock of contrasts, between nature and culture, harsh nature and refined culture, human nature and inhuman culture, where symmetry and order confronts sublime, disorderly environment with its threatening inventions of virulent, nondisposable waste. His aesthetic vision deals with the ultimate questions of survival where devastation is often wrapped in irresistible beauty.

Sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórsson

Vefsíða Hrafnkels: https://www.hrafnkellsigurdsson.com/about

Einkasafnið

Einkasafnið er verkefni myndlistamannsins Aðalsteins Þórssonar. Í þessu verki gengur hann út frá því að afgangar neyslu sinnar séu menningar verðmæti. Á svipaðan hátt og litið er á hafðbundna sköpun, afganga hugans sem menningarverðmæti. Vorið 2017 byrjaði Aðalsteinn að byggja Miðstöð Einkasafnsins, heimili þess þar sem hægt er að sjá safnkostinn til frambúðar. Stefnt er að því að Miðstöð Einkasafnsins verði sjálfbær eining hvað varði orkuöflun og meðferð úrgangs. Leitast er við að Einkasafnið gefi eins heillega mynd af fyrirferð einstaklings í umhverfinu og nokkur kostur er og skoðar um leið áhrif þessarar fyrirferðar á umhverfið.

Sumarið 2020 er þrem listamönnum boðið að dvelja í Einkasafninu og sýna verk sín í lok þess tíma. Sýning Hrafnkels er önnur í þessari sýningarröð en áður sýndi Arna G. Valsdóttir. Aðalheiður Eysteinsdóttir lýkur sýningarröðinni í lok júlí.

Einkasafnið er 10 km. sunnan Akureyrar og stendur við syðri afleggjara þjóðvegs 822 Kristnesvegar.

Verkefnið er styrkt af Myndlistasjóði.

Vefsíða Aðalsteins: https://steini.art/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com