Tvennir Tímar1 (002)

Hrafnhildur Halldórsdóttir opnar sýninguna Tvennir tímar í Borgarbókasafninu Kringlunni á Hönnunarmars

Tvennir tímar | Sýning Hrafnhildar Halldórsdóttur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni

Opnun fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00

Í tilefni af Hönnunarmars sýnir Hrafnhildur Halldórsdóttir fatalínu sem innblásin er af gömlu handverki og fatastíl í Borgarbókasafninu Kringlunni.

Hrafnhildur Halldórsdóttir stundaði nám í fatahönnun í IED í Barcelona og lærði textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún vinnur gjarnan með gömul efni og flíkur í bland og umbreytir þeim meðal annars með útsaumi, svo þau gangi í endurnýjun lífdaga. Hún leggur upp úr svokölluðum eclectic/samsuðustíl þar sem hún teflir gjarnan saman andstæðum, gerir sambræðing úr ólíkum efnum frá ólíkum tímum og býr til nýja heild sem nýta má í fatahönnun.  Í útsauminum leitar hún víða fanga t.d. með því sjá möguleika á ólíklegum stöðum í nærumhverfi sínu. Eins og að nota gamalt smádót sem misst hefur notagildi sitt og á sér hvergi stað inni á heimilinu. Þannig blæs hún nýju lífi í hið ónothæfa.

Sýningin stendur til aprílloka.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com