Hönn2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 – kallað eftir ábendingum

Hönnunarverðlaun Íslands 2020
– leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 21. september 2020. Áætlað er að verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fari fram þann 5. nóvember næstkomandi.


Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnun ársins 2020 og Besta fjárfesting ársins 2020 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum
hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.

Til að hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2020 þurfa hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða vera fagmenn á sínu sviði. Ný verk teljast til þeirra verka sem lokið hefur verið við á síðustu þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Tekið er tillit til eðlismunar á
hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem verkefni taka mislangan tíma og í sumum tilfellum mörg ár.

Besta fjárfesting í hönnun 2020 er viðurkenning sem veitt er fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta
viðurkenninguna hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.
Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis mánudaginn 21. september. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.

Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar

Dómnefnd í ár er skipuð þeim Sigríði Sigurjónsdóttur, formaður dómnefndar, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, Sigrúnu Birgisdóttur, arkitekt og prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Herði Lárussyni, grafískur hönnuður og einn af eigendum hönnunarstofunnar Kolofon, Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur, fatahönnuður og stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu IIIF, Paul Bennett, hönnunarstjóri (e. Chief Creative Officer) hjá IDEO og Margréti Kristínu Sigurðardóttur, almannatengsla- og samskiptastjóri frá Samtökum iðnaðarins.

Lestu meira um þau hér.

Á heimasíðu Hönnunarverðlauna Íslands má senda inn ábendingar og
nálgast frekari upplýsingar um verðlaunin.
Ýttu hér til að senda inn ábendingu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com