Hönnunarmiðstöð

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 – Leitin er hafin að framúrskarandi hönnun og arkitektúr

Óskað er eftir ábendingum en hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra til miðnættis miðvikudaginn 11. september 2019.

Verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fer fram 1. nóvember 2019.

Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum;
Hönnun ársins 2019 og
Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun

Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.

Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar.

Ýttu hér fyrir frekari upplýsingar og til að senda inn ábendingu

Dómnefndin í ár er skipuð þeim
Sigríði Sigurjónsdóttur,  formaður dómnefndar,  forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands,
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands,
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og einn af eigendum hönnunarstofunnar Kolofon,
Sigrún Halla Unnarsdóttir,fatahönnuður, stofnandi og meðlimur í
hönnunarteyminu IIIF, stofnandi AD og meðlimur í stjórn LungA skólans,
Daniel Golling, blaðamaður sem sérhæfir sig í norrænni hönnunar og arkitektúr og fyrrverandi ritstjóri FORM Magazine
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri á menntasviði og viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com