Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur – HÆG BREYTILEG ÁTT / Slowly Changing Course

80aca4a1-4e6e-4b61-bd08-1877dcec8bc0

 

Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur

HÆG BREYTILEG ÁTT / Slowly Changing Course
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 12.-19. mars
Opnunartímar 10-17 alla daga nema fimmtudaga 10-20

Hvernig verður íbúð framtíðarinnar?
Hvernig viljum við lifa og búa?

Sýningin Hæg breytileg átt  verður í Hafnarhúsinu í tengslum við Hönnunarmars dagana 12.-19. mars en þar kemur fram afrakstur af rannsókna- og hugmyndavinnu fjögra þverfaglegra hópa sérfræðinga að breytingum á íbúðabyggð í Reykjavík, tillögur sem má jafnframt heimfæra á önnur svæði.

Tilgangurinn er að veita innsýn í tillögur hópanna og þá þekkingu sem að baki þeim liggur. Um leið gefst kostur á samræðum í fjölbreyttri viðburðadagskrá þar sem áskorunum og tækifærum í íbúða- og byggðaþróun verður velt upp frá ýmsum hliðum. Bókin Hæg breytileg átt verður jafnframt á sýningunni.

Hvernig geta íbúðir og borgarumhverfi morgundagsins svarað umhverfislegum áskorunum, fjölbreyttum fjölskylduformum og nútíma lífsstíl? Erum við í stakk búin til að takast á við nýjar áherslur? Er verið að nota réttu verkfærin og aðferðirnar? Hugmyndavettvangurinn Hæg breytileg átt var stofnaður til þess að takast á við spurningar sem þessar og undir merkjum hans voru fjórir hópar sérfræðinga úr ólíkum áttum leiddir saman.

Dagskrá í Hafnarhúsi í tengslum við sýninguna Hæg breytileg átt

Fimmtudag 12. mars kl. 19-21
Hafnarhús, port
Hæg breytileg átt, sýningaropnun og útgáfuhóf.

Föstudag 13. mars kl. 15
Hafnarhús, fjölnotasalur
Sálarlíf borgarinnar
Hvernig getur sálfræði nýst í borgarhönnun? Málstofa þar sem fjallað verður um hvernig rannsóknaraðferðir, niðurstöður og kenningar sálfræðinga geta gagnast hönnuðum, arkitektum og skipulagsfræðingum til að hanna svæði sem hámarka vellíðan borgara og gæði umhverfis.

Framsöguerindi:
Dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði.
Páll J. Líndal, doktor í umhverfissálfræði.
Sigrún B. Sigurðardóttir, doktor í samgöngu- og umferðarsálfræði.

Laugardag 14. mars kl. 13
Hafnarhús, fjölnotasalur
Þétt borg, virk borg: Áskoranir og tækifæri
Tillögur úr verkefninu Hægri breytilegri átt kynntar í samhengi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttari og virkari hverfi. Hringborðsumræður með íbúum og aðilum sem koma að rannsóknum, framkvæmdum og skipulagi borgarinnar undir stjórn Sigrúnar Birgisdóttur arkitekts.

Laugardag 14. mars kl. 21
Hafnarhús, port og fjölnotasalur
Götupartý – Pop-up borg Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru
Þetta kvöld umbreytist sýningin Hæg breytileg átt í lifandi framtíðarborg þar sem á einni götunni er blásið til partýs og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mætast í pop-up borg framtíðarinnar. Fram koma m.a. Retro Stefson, Sin Fang og  Samaris. Viðburðahönnun: Brynhildur Pálsdóttir og Theresa Himmer

Sunnudag 15. mars kl. 13-17
Hafnarhús, port
-Leiðsagnir um sýninguna Hæg breytileg átt.
-Barnadagskrá.
-Skiptimarkaður.

Mánudag 16. mars kl. 20
Hafnarhús, fjölnotasalur
Indy Johar, arkitekt London, flytur fyrirlestur

Miðvikudag 18. mars kl. 20
Hafnarhús, fjölnotasalur
Vatnaskil
– Málþing um horfur í íbúða- og byggðaþróun
Skýr vatnaskil urðu í húsnæðis- og byggðaþróun við hrunið og mikilvægt að vinna rétt úr þeim aðstæðum sem þar mótuðust. Á málþinginu verður því velt upp hvort og hvernig við þurfum að huga að breytingum í húsnæðis- og borgarmálum með hliðsjón af nýjum veruleika í samfélaginu í kjölfar hrunsins, áhrifum nýs aðalskipulags í  Reykjavík á borgargæðin og í því samhengi hvernig verkefni á borð við Hæga breytileg átt geta átt þátt í að vísa veginn.
Framsöguerindi:Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur, Steinþór Kári Kárason, arkitekt, Anna María Bogadóttir, arkitekt.

Pallborð: Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri.
Stjórnandi málþings: Jóhannes Þórðarson, arkitekt.

Fimmtudag 19. mars kl. 20
Hafnarhús, fjölnotasalur
Viltu búa með mér?
Uppsafnaða þörf á íbúðum á að leysa með stórfelldri íbúðauppbyggingu. En hvers konar konar íbúðir? Fyrir hverja og á hvaða forsendum? Í málstofunni ræðir ungt fólk reynslu sína og sýn á búsetuform í áheyrn fulltrúa félaga og fyrirtækja með yfirlýstar áætlanir um að byggja yfir kynslóðir framtíðarinnar.

www.haegbreytilegatt.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com