Hola Ljosmynd

Hola/Hole sýningaropnun í Verkmiðjunni a Hjalteyri

«Hola/Hole»

Í Verksmiðjunni á Hjalteyri

01/05 – 11/06 2017 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.

Opnun 1. maí kl. 14:00 – 18:00. Opið um helgar kl. 14:00 – 17:00, annars eftir samkomulagi.

Mánudaginn 1. maí kl.14 opnar sýningin «Hola/Hole», í  Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á sýningunni koma saman listamenn af ólíkum meiði sem vinna í hina ýmsu miðla. Sýningin snertir á mörgum flötum en er kannski skúlptúrísk í eðli sínu með hreyfanlegum eiginleikum sem brjóta upp hinar beinu línur. Þeir listamenn sem taka þátt eru Árni Páll Jóhannsson, Klængur Gunnarsson, Mina Tomic, Ólöf Helga Helgadóttir og Sindri Leifsson.

Verksmiðjan á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com