Image003

Höfuðljóð og opnun sýningar á Höfuðmyndum Leifs Breiðfjörð

Út er komin frá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin Höfuðljóðsem geymir 12 myndir eftir listamanninn Leif Breiðfjörðprýddar ljóðum tólf þjóðkunnra skálda.
 
Höfuðljóð er nýstárleg bók. Tólf ljóðskáld tókust á við þá áskorun að semja ljóð út frá höfuðmyndum listamannsins Leifs Breiðfjörð en jafnframt birtast hér myndir hans: tólf hausar, tólf ljóð. Þannig mætast þrettán öflugir listamenn og leiða saman ólík form og búa til nýjan galdur sem orkar á lesendur á frumlegan og skapandi hátt.
 
Ljóðskáldin tólf sem eiga ljóð í þessari bók eru: Anton Helgi Jónsson, Einar Már Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sjón, Soffía Bjarnadóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn.
 
Sýning á 17 af 23 Höfuðmyndum Leifs Breiðfjörð verður í húsakynnum Bókmenntafélagsins á jarðhæð Hótel Sögu (gengt Þjóðarbókhlöðunni). Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 til 17.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com