Logi Gloi PortraitB&W (1)

Hljóð & Sönnun Súpa Skál í Gallery Port

Hljóð & Sönnun Súpa Skál / Sound & Proof Soup Bowl

Samsýning á verkum eftir Ívar Glóa & Loga Leó Gunnarsson
í Gallery Port, Laugavegi 23b. Opnun laugardaginn 1. september 2018 klukkan 20:00.

Í samsýningu þeirra Ívars Glóa og Loga Leó, Hljóð & sönnun súpa skál / Sound & Proof Soup Bowl velta þeir upp hugmyndum um staðsetningu og skynjun áhorfandans gagnvart sýningarhlutum og myndlistarsýningunni sjálfri. Ólíklegt er að sýningargestir muni átta sig á því að þeir séu staddir í Gallery Port á Laugavegi, í Reykjavík, á Íslandi. Líklega mun það ekki renna upp fyrir þeim fyrr en þeir ganga út af sýningunni og ranka við sér. Þeir gætu líka áttað sig á því ef þeir fara á Google maps í símanum sínum og kanna staðsetningu sína. Sýningin opnar í Port Verkefnarými, Laugavegi 23b, laugardaginn 1. september klukkan 20 og stendur til 13. september.

Nánar um Ívar og Loga.

Ívar Glói Gunnarsson (f. 1992) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og hefur auk þess stundað nám í Hochschule für bildende Künste (HFBK) í Hamburg og Konsthögskolan i Malmö. Nýlegar sýningar eru meðal annars Round and round; north, east, south, west on repeat í Delfi, Malmö, Floating, hanging, cloudy, lit up floor plans & Ikea Snapshots í Bismút, Reykjavík, og útgáfa á 7 tommu vínyl plötu sem heitir ‘Into the groove: A vinyl record for DJs and the places they pervade’.
Hann býr og starfar í Reykjavík.

www.ivargloi.info

Logi Leó Gunnarsson (f. 1990) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Upphafspunkturinn í verkum hans eru yfirleitt hljóð. Hann vinnur oft með hugmyndina um augnablik í skúlptúrum sínum og innsetningum. Í því felst oft að finna lykkju í hreyfingu, einangra hana, gefa henni óskipta athygli og finna í henni hið óvænta og einfalda. Nýlegar sýningar sem hann hefur tekið þátt í eru Addis Video Art Festival í Addis Ababa, Things interact briefly and disappear í Harpe 45 í Lausanne og Deep Inside: Fimmti alþjóðlegi tvíæringurinn fyrir unga myndlistarmenn í Moskvu. Hann býr og starfar í Reykjavík.

www.logileo.info

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com