Listasafnreykjavíkur

Hjólaleiðsögn um Vesturbæ og Seltjarnarnes á Alþjóðlegum degi reiðhjólsins

Hjólaleiðsögn um Vesturbæ og Seltjarnarnes á Alþjóðlegum degi reiðhjólsins – miðvikudag 3. júní kl. 18.00 í Hafnarhúsi

Ásmundur Sveinsson. Bjargað úr sjávarháska

Á Alþjóðlegum degi reiðhjólsins hafa Hjólafærni, Listasafn Reykjavíkur og Landssamtök hjólreiðamanna tekið höndum saman og bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Hjólað verður um Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnesið og staldrað við verk og staði og sagt frá því sem fyrir augu ber. 

Hjólafærni miðar að því að efla hjólreiðamenningu með fræðslu, skemmtun og Landssamtök hjólreiðamanna standa vörðinn í hagsmunabaráttu fyrir hjólreiðafólk.

Listasafn Reykjavíkur annast vel á annað hundrað útilistaverk Reykjavíkurborgar auk starfseminnar í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum. 

Hjólatúrinn hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Athugið að mæta í klæðnaði sem hæfir veðri þann daginn!

Ókeypis þátttaka

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com