OK 2915 (Large)

Hjartastaður – listsýning í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins

HJARTASTAÐUR – Þingvallamyndir

Sýning á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar, föstudaginn 9. febrúar kl. 18.00. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi veltum  við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar. Myndefnið á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga  á tuttugustu öld. Gefin er út vegleg sýningarskrá þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri fjallar um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum Þingvalla við íslenskra þjóðmenningar. Sýningin stendur til 15. apríl n.k

Listasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir nokkrum viðburðum í tengslum við þessa sýningu í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. Byggðasafn Reykjanesbæjar, Sögufélag Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur o.fl. og eru þeir viðburðir bæði af sagnfræðilegum og myndlistarlegum toga og sömuleiðis munu tónlist og bókmenntir koma við sögu. Viðburðirnir verða auglýstir nánar á vef safnsins. Í heild sinni er Þingvallaverkefnið, sýningin og viðburðir, hugsað fyrir almenning, sérstaklega skólahópa og fjölskyldur og eru framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com