Hjálmar.opnun

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson opnar sýninguna Í vömbinni

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson opnar sýninguna “Í vömbinni” laugardaginn 16.maí í LitlaGallerý við Strandgötu í Hafnarfirði

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson(1989) stundaði myndlistarnám við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi árið 2016. Í málverkum Hjálmars má sjá sterka tengingu við lífvísindi en með litum og formum vísar hann í lífrænan efnisheim náttúrunnar. Upphleypt áferð og lagskipting einkenna verk Hjálmars en hann notar ýmis efni við að umbreyta efniskennd hefðbundinnar akrýlmálningu. Hjálmar býr og starfar í Reykjavík.

Á sýningunni má sjá verk sem Hjálmar hefur unnið síðustu mánuði. Verkin eru litrík og lífræn efniskennd einkennir þau. Myndefnið sækir Hjálmar í hinn örsmáa heim fruma og baktería og nýtir hann tölvu við að púsla saman formum sem hann hefur safnað. Hann prentar út og límir formin á viðarplötur sem hann vinnur ofan í og hægt og rólega byggist verkið upp.
Í verkunum má sjá vísanir í náttúruvísindi sem Hjálmar hefur stúderað ásamt því að hringformið spilar stóran part í myndbyggingu verkanna.

Facebook viðburður opnunarinnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com