G

Hildur Björnsdóttir opnar sýninguna “Farið á fjörur” í Akranesvita

Á sjómannadaginn 11.júní opnar í Akranesvita, einkasýning á verkum Hildar Björnsdóttur.
Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem hún hefur tekið á Íslandi undanfarin ár. Ljósmyndirnar hafa flestar verið teknar við sjávarsíðuna á vesturlandi, þar sem landslagið og náttúran veita listakonunni innblástur. Verkin eru ýmist samsettar myndir eða lítill hluti úr stærra samhengi. Þau eru unnin á álplötur og prentuð á grófan vatnslitapappír. Listakonan segir sjálf að hún heillist að hinum sífellda breytileika og litadýrð íslenskrar náttúru í samspili við árstíma. Listakonan segir sjálf að það sé auðvelt að verða ástfangin þegar farið er á fjörur.

Á opnunni munu “Travel Tunes Iceland” frá Akranesi leika nokkur lög og boðnar verða léttar veitingar.

Sýningartímabilið er 11.júní – 10.september, opið alla daga kl.11 – 18.

Hildur Björnsdóttir er starfandi listakona í Noregi og hefur stundað nám í myndlist og grafík á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð. Hún er meðlimur í SIM, Íslensk Grafík, NBK (Norske Billedkunstnere), BOA (Bildende kunstnere i Oslo- og Akershus), BkiB (Bildende kunstnere i Bærum og KKV-B (Konstnärernas Kollektivverkstad i Bohuslän) .

Heimasíða Hildar: www.hildurb.no

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com