Hildur 5

Hildur Bjarnadóttir sýnir”Ígrundað handahóf” í Hverfisgalleríi

Næstkomandi laugardag, 3. desember kl 16.00, opnar einkasýning Hildar Bjarnadóttur, Ígrundað handahóf í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu.
 
Á sýningunni er að finna sex ný verk sem unnin voru í haust, eftir að vinnu Hildar við sýninguna Vistkerfi lita sem stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða lauk. Í verkunum í Hverfisgalleríi heldur Hildur áfram að vinna með þá efnislegu nálgun sem er til staðar í Vistkerfi lita og þá upplifun sem felst í samspili verka úr lituðu silki og ofnum málverkum. Við gerð verkanna eru notaðir litir úr plöntum af landspildu hennar í Flóa, ásamt akrýllitum úr túpum.
Í verkum Hildar er kerfisbundin ákvarðanataka bæði grunnur og viðfangsefni í senn. Hildur hefur sjálf lýst kerfunum sem hún vinnur með sem huglægum kerfum. Þetta eru kerfi sem hún ákvarðar sjálf, setur reglurnar og þróar viðfangsefnið með. Í nýju ofnu málverkunum er kerfið bundið reglu um endurtekningu. Þræðir af sama lit endurtaka sig á kerfisbundinn hátt og framkalla þannig myndflöt sem er í senn samsafn af punktum og mislitum flötum, eftir því hvar áhorfandinn staðsetur sig. Kerfið er reglulegt en skynjun okkar á niðurstöðunni ræðst af fleiru en vinnuaðferðinni.
 
Sýningin Ígrundað handahóf stendur til 14. janúar.
 
Í viðhengi er að finna upplýsingar um sýninguna og Hildi ásamt ljósmynd af Hildi og einu verki.
Frekari upplýsingar má finna á síðu Hverfisgallerís: http://hverfisgalleri.is
 
Frekari upplýsingar veita einnig Sigríður L. Gunnarsdóttir á sigridur@hverfisgalleri.is / Ásdís Spanó á asdis@hverfisgalleri.is.
Einnig í síma 864-9692 og 866-3906
 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com