Helena Aðalsteinsdóttir & Logi Leó Gunnarsson opna Vinátta / Friendship laugardaginn 11. apríl kl. 16

vin8

 

Helena Aðalsteinsdóttir & Logi Leó Gunnarsson opna sýninguna Vinátta / Friendship í Anarkíu listasal næstkomandi laugardag, 11. mars kl. 16.

 

Helena Aðalsteinsdóttir (f. 1990) er búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014, auk þess lærði hún eina önn í Univerisity of the Arts, Helsinki, 2013. Helena gerir m.a. tilraunir með hlutverk hluta og efnis og vinnur aðallega í skúlptúr, video og hljóð. Nýlegar sýningar sem hún hefur tekið þátt í eru Kunstschlager Stofa, Listasafn Reykjavíkur /Kunstschlager; Svona svona svona, Safnahúsið og Veldi, Skaftfell, Seyðisfirði.
Logi Leó Gunnarsson býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hann vinnur aðalega með skúlptúr, hljóð og myndbandsmiðilinn. Nýlegar sýningar sem hann hefur tekið þátt í eru meðal annars Svona, svona, svona í Safnahúsinu, Young Seated White Porcelain Nude Female Figurine 736 42 í Miðstöð Æðri Listmenntunar, Laugarnesvegi 91 og “Jöfnur” sem listamaður vikunnar í Kunstchlager. Verk hans hafa verið birt í tímaritinu Listvísi og bókinni Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com