heim – vídeólistahátíð/videoartfestival

IMG_7025

 

 

heim vídeólistahátíð/videoartfestival

Á Akureyrarvöku 2015 föstudaginn 28. ágúst kl. 21.30 opnar videolistahátíðin heim Vanabyggð 3, efri hæð, Akureyri. Hátíðin mun standa til sunnudagsins 06. september.

A! Gjörningahátíð fer fram á sama tíma.

heim þrá

Arna Valsdóttir

Á opnunarkvöldi býður Arna Valsdóttir heim og vinnur vídeó/söng innsetningu á heimili sitt . Verkið nefnir hún heim þrá og er það einskonar uppgjör við sjálfið og eilífa leit eftir samstað í tilverunni. Húsmóðirin leitar logandi ljósi að sjálfri sér á milli herbergja. Verk hennar stendur frá föstudegi 28.08 – sunnudags 30.08 og er opið frá 21.30 til 24.00.

Á mánudegi 31.ágúst flytja vídeólistamennirnir Arnar Ómarsson og Freyja Reynisdóttir inn á heimilið, hreiðra um sig og vinna á næstu dögum verk inn í það. Í vikulok gefa þau okkur færi á því að sjá heimilið/heiminn í nýju ljósi.

loop

Arnar Ómarsson, Freyja Reynisdóttir

Föstudaginn 4. september kl. 23.00 opnar sýning þeirra loop og mun hún standa til sunnudagsins 6. September. Nánari opnunartími verður auglýstur síðar.

 

Fyrirhugað er að heim videolistahátíð verði að árlegum viðburði og fleiri heimili bjóði til sín videolistamönnum sem og verslanir og fyrirtæki.

Gaman væri að virkja sem flesta skjái í bænum í eina viku á ári og standa fyrir einkonar heimsendingu á videolist inn á heimili Akureyringa.

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra og Höldur bílaleiga Akureyrar styrkja verkefnið.

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com