Vinnsla2 5

Heiðdís Hólm opnar í Kaktus á Akureyri

(English below)
Sviðna

Hvíti Kassinn í Kaktus, föstudaginn 23. júní kl. 16:00.
Heiðdís Hólm sýnir mjúka textaskúlptúra sem vísa handahófskennt í persónulega upplifun listamannsins síðastu misseri eða svo.

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika efniviðarins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina.

www.heiddisholm.com

Valdar sýningar:
2016 Misminni. Flóra, Akureyri. Ásamt Jónínu Björgu.
2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.
2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.
2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.
2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning 

 
Sýningin er opin laugardag og sunnudag (24/6 og 25/6) frá kl. 14-17, og svo fram til 29. júní þegar skiltið er úti.
 
Frekari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm á netfangi heiddis.holm[at]gmail.com eða í síma 848-2770

——————-

Charred
White Cube in Kaktus on Friday, June 23rd hr. 4pm.
Heiðdís Hólm exhibits soft text-based sculptures that randomly refer to recent personal experiences.

Heiðdís Hólm (1991) graduatated from Akureyri School of Visual Art in 2016. She lives and works in Akureyri. Heiðdís creates works in variety of media focused on the fluidity and ever-changing materials. Her art usually happen to be autobioghraphical, about life, art and laziness.

www.heiddisholm.com

 
The exhibition is open Saturday June 24th and Sunday June 25th from 2-5pm and until June 29th when the sign is out. 
 
For further information, contact Heiðdís Hólm on heiddis.holm[at]gmail.com or tel. 00354-848-2770
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com