Augl Misminni 3

Heiðdís Hólm og Jónína Björg sýna “Misminni” í Flóru

(english below)

  1. desember 2016 – 7. janúar 2017

Opnun fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 661 0168

 

http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1820393844881951

 

Fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19 opna Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Misminni í Flóru á Akureyri.

 

Heiðdís og Jónína sýna hér ný verk, unnin á pappír með blandaðri aðferð. Líklega hefur það síast inn í úrvinnslu verkanna að sýningin varð til á sundfundi. Þeir eru einstaklega árangursríkir. Og hress-andi. Verkin eru unnin uppúr samtölum við hvali. Í draumum. Og á Skype. Svo fóru listamennirnir á happy hour og hugleiddu hvort og þá hvernig þær væru misheppnaðar. Sem listamenn. Og lífverur.

 

Jónína Björg Helgadóttir er fædd 1989 og alin upp á Akureyri. Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2015. Hún er ein af skipuleggjendum listaverkefnisins Rótar, sem hefur farið fram síðustu þrjú sumur í Listagilinu. Hún er einnig ein af umsjónarmönnum listarýmisins Kaktus og hefur verið þar með sína vinnustofu.

 

Valdar sýningar:

07.05.2016 Stingur í augun – Kaktus á Hjalteyri. Verksmiðjan á Hjalteyri. Sýningaröð þar sem Kaktus tók yfir Verksmiðjuna með vinnustofum sínum og sýningarhaldi.

30.04.2016 Krossnálar. Kaktus, Akureyri. Samsýning.

08.04.2016 Look at all the food! Palais de Tokyo, París. Gjörningur á gjörningahátíðinni Do Disturb.

19.03.2016 Hoppa. Núna! Mjólkurbúðin, Akureyri. Einkasýning.

31.10.2015 Eden/Vín. Ekkisens, Reykjavík. Samsýning með Kaktus meðlimum.

17.10.2015 Týnd. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.

16.05.2015 Sjónmennt 2015. Listasafnið á Akureyri. Sýning útskriftarnema við Myndlistaskólann á Akureyri.

 

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri núna í vor 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís

vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika málverksins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina.

 

Valdar sýningar:

2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.

2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.

2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.

2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.

2016 Guð minn góður! Mjólkurbúðin, Akureyri. Samsýning

2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning

 

Nánari upplýsingar um Jónínu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.joninabjorg.com

Nánari upplýsingar um Heiðdísi og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.heiddisholm.com

 

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: miðvikudaga kl. 14-18, fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-14 og laugardaga kl. 10-14.

Sýningin stendur til laugardagsins 7. janúar 2017.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í

flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Jónína í joninabh@gmail.com og síma 663 2443 og Heiðdís í

heiddis.holm@gmail.com og síma 848 2770.

 

 

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endur-nýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


Heiðdís Hólm and Jónína Björg Helgadóttir

“Memory lapse”

December 1st 2016 – January 7th 2017

Opening fimmtudaginn 1. desember 5-7pm

 

On Thursday December 1st Heiðdís Hólm and Jónína Björg Helgadóttir are opening their exhibition “Memory lapse” at Flóra – Akureyri.

Heiðdís and Jónína will be showing new works, made from paper with mixed methods. Likely, the fact that this exhibition came to be in a swimming pool will have an influence on the works. The works also have their origin in conversations with whales. In dreams. And on Skype. The artists also attended happy hour and meditated on if and in what sense they might be failures.

The artists were both born in Akureyri and both graduated from the Akureyri Art College one year apart from each other in 2015 and 2016. Both currently live and work in Akureyri. Jónína is one of the initiators of the exhibition space and studios Kaktus in the Art Center in Akureyri and co-organizer of the art project Rót (roots). Heiðdís has in her art worked with mixed medias emphasized on variations of the painting. Her works are often autobiographical, feministic, about the life, the art and the laziness.

Further information on the artists on www.joninabjorg.com and www.heiddisholm.com.

The exhibition is open for everybody during Flóras opening hours: Wed 2-6pm, Thurs 10am-6pm, Fri 10am-2pm, Sat 10am-6pm – running through Saturday January 7th.

Further information on this event from Kristin on flora.akureyri@gmail.com and phone 6610168, Jónína under joninabh@gmail.com and phone 6632443, and Heiðdís on heiddis.holm@gmail.com and phone 8482770.

Flóra ist a shop, studio and event spot in Akureyri City in North Iceland  – working for artist, designers and other creative peoples

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com