Haustsýning Listasafnsins á Akureyri

Listagilid

 

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. ágúst – 18. október 2015. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri, www.listak.is.

 

Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðulífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com